Eftirtaldir starfsmenn Skógræktarinnar tóku þátt í að búa til Skógarkolefnisreikninn með því að leggja í púkkið skógmælingagögn, vaxtarferla og vinna að úrvinnslu og forritun á reikninum

Arnór Snorrason, Björn Traustason, Ólafur St. Arnarsson, Bjarki Þ. Kjartansson, Lárus Heiðarsson og Þorbergur H. Jónsson.

Þessi fyrsta útgáfa er prufuútgáfa og búast má við að hún taki fljótlega einhverjum breytingum ef og þegar notendur benda á það sem betur má fara og forritunarvillur uppgötvast. Eftir er að skrifa fleiri kafla og er það helst að nefna kafla sem lýsir nánar aðferðafræði, gögnum, gagnavinnslu og heimildum sem nýttar eru við gerð reiknisins. Í framtíðinni gerum við ráð fyrir að taka inn fleiri þætti s.s. sjálfvirkum reiknir á skjólfari, fjölbreyttara landval sem þá stýrir gróskustigi trjátegunda, fleiri gróskuflokka fyrir trjátegundir og áhrif grisjana á kolefnisbindingu svo eitthvað sé nefnt. Þannig er það von okkar að Skógarkolefnisreiknir eigi eftir að þróast og gera nákvæmari spár um þá skógrækt og ræktunarstaði sem notendur velja eða eru að skoða.