Sitkagreni (Picea sitchensis (Bong.)Carr.) og sitkabastarður (Picea x lutzii Little)

Hér eru teknar saman tvær náskyldar tegundir, sitkagreni og sitkabastarður sem er náttúrulegur blendingur sitkagrenis og hvítgrenis (Picea glauca(Moench) Voss.). Oft er erfitt að sjá muninn á þessum tegundum og sum kvæmi sitkagrenis eru með væga blöndun af hvítgreni. Þessar tegundir sýna svipað vaxtarmunstur og vaxtarþrótt. Þó er vaxtartími sitkabastarðs að jafnaði styttri en sitkagrenis og sitkabastarður hentar betur þar sem sumarið er stutt og meiri hætta á frostum síðla vors og snemma haust s.s. eins og á Norðurlandi.

Verða stórvaxnastir barrviða á Íslandi. Æskuvöxtur er oft hægur á bersvæði og smáplöntur viðkvæmar fyrir veðurfarsskemmdum. Afföll eru því oft töluverð við ræktun á bersvæði.

Geta vaxið við hafrænt loftslag en þola illa svæði þar sem hætta er á næturfrostum s.s. sléttur og dalbotna og er hreint sitkagreni viðkvæmara en sitkabastarður hvað það varðar. Bestu svæðin á Íslandi eru: Fljótsdalshérað innanvert, innsveitir Suðausturlands, Suðurlandsundirlendis og Borgarfjarðar ásamt miðhluta Eyjafjarðar og S.-Þingeyjarsýslu en þá að frádregnum dalbotnum og sléttum þar sem hætta er á frosti yfir vaxtartímann.

Vaxa best á frjósömu landi, þá bæði framræstu, hallandi landi og valllendi. Geta líka vaxið í miðlungsfrjóu landi en rýrt og lítt gróið land hentar ekki. Þó eru eins og í tilviki alaskaaspar til undantekningar en sitkagreni og sitkabastarður teljast þó henta enn síður en alaskaösp til landgræðslu.

Fjölga sér náttúrulega með fræplöntum. Fræ berst stutt frá vaxtarstað (þungt fræ).

Hæsta hlutfall borðviðarnýtingar íslenskra trjátegunda. Það sama gildir um iðnviðarnýtingu.