Gróska

Gróska er metin eftir yfirhæð og gróðursetningaraldri. Yfirhæð er hæðin á sverasta trénu á 100 fermetra svæði eða strangt til tekið meðalhæð 100 sverustu trjánna á hverjum hektara lands. Yfirhæð vex með aldri en þegar líða tekur á dregur úr yfirhæðarvextinum. Því meiri yfirhæð við sama aldur því hærra er gróskustigið. Gróskustig er flokkað í gróskuflokka og hér verða gróskuflokkarnir táknaðir með skammstöfun trjátegundanna og áætlaðri yfirhæð við 50 ára aldur (sjá íslensk heiti í töflunum hér fyrir neðan).

Að öllu óbreyttu fer kolefnisbinding skógar eftir gróskustigi. Því hærra gróskustig því meiri er bindingin. Gerðir eru ferlar kolefnisforða (ofan- og neðanjarðar) og gróðursetningaraldurs. Út frá þessum ferlum er síðan reiknuð út árleg binding CO2 í trjám frá 5 ára aldri til 50 ára aldurs. Þær stærðir eru síðan nýttar í Skógarkolefnisreikninn.

Alaskaösp

Gróskuflokkun alaskaaspar byggir ár gróskuflokkun hraðavaxta aspartegunda (e: poplar) á Bretlandi. Neðsti gróskuflokkurinn þar heitir Po4 og við hann er síðan bætt fjórum lakari íslenskum flokkum Po2, Po0, Po-2 og Po-4. Taflan hér fyrir neðan sýnir yfirhæð við mismunandi aldur:

Íslenskt
heiti
Enskt
heiti
Aldur
102030405060
AÖ26Po4Hæsta9,317,022,526,027,828,6
Miðgildi8,115,420,623,925,626,4
Lægsta7,013,818,821,823,524,1
AÖ21Po2Hæsta7,013,818,821,823,524,1
Miðgildi5,912,016,619,421,021,6
Lægsta4,710,214,417,018,619,1
AÖ16Po0Hæsta4,710,214,417,018,619,1
Miðgildi3,48,111,914,215,616,3
Lægsta2,15,99,411,412,713,4
AÖ9Po-2Hæsta2,15,99,411,412,713,4
Miðgildi1,23,56,48,09,210,0
Lægsta0,21,13,44,75,86,6
AÖ4P0-4Hæsta0,21,13,44,75,86,6
Miðgildi3,6
Lægsta

Tekist hefur að búa til þrjá ferlakolefnisforða fyrir alaskaösp á Íslandi og það er fyrir gróskuflokkana AÖ9, AÖ16 og AÖ21 (sjá mynd hér fyrir neðan).

Alaskaösp

Samband gróðursetningaraldurs og kolefnisforða í trjám fyrir þrjá gróskuflokka

5101520253035404550556065707580Aldur (ár)060120180240Uppsöfnuð Kolefnisbinding (t/ha)
  • AÖ21
  • AÖ16
  • AÖ9

Sitkagreni og sitkabastarður

Gróskuflokkun sitkagrenis og sitkabastarðs byggir á gróskuflokkun sitkagrenis á Bretlandi. Neðstu gróskuflokkarnir þar heita SS6 til SS10 og við þá er síðan bætt þremur lakari íslenskum flokkum SS0, SS2 og SS4. Taflan hér fyrir neðan sýnir yfirhæð við mismunandi aldur:

Íslenskt
heiti
Enskt
heiti
Aldur
1020304050607080
SG19SS10Hæsta2,36,811,716,119,822,524,525,9
Miðgildi2,06,211,015,218,721,323,224,3
Lægsta1,75,610,214,217,520,021,922,7
SG16SS8Hæsta1,75,610,217,517,520,021,922,7
Miðgildi1,54,99,316,216,218,620,521,5
Lægsta1,24,28,314,814,817,219,020,3
SG14SS6Hæsta1,24,28,314,814,817,219,020,3
Miðgildi0,93,67,513,613,615,917,418,6
Lægsta0,63,06,612,412,414,515,816,9
SG11SS4Hæsta0,63,06,612,412,414,515,816,9
Miðgildi0,52,55,711,011,013,014,215,2
Lægsta0,42,04,89,59,511,412,613,4
SG8SS2Hæsta0,42,04,89,59,511,412,613,4
Miðgildi0,41,53,88,18,19,910,911,6
Lægsta0,31,02,86,66,68,39,29,8
SG5SS0Hæsta0,31,02,86,66,68,39,29,8
Miðgildi5,45,4
Lægsta

Tekist hefur að búa til þrjá ferlakolefnisforða fyrir sitkagreni og sitkabastarð á Íslandi og það er einn ferill fyrir gróskuflokkinn SG5, einn sameiginlegur fyrir gróskuflokkana SG8 og SG11 og einn sameiginlegur fyrir SG14, SG16 og SG19 (sjá mynd hér fyrir neðan).

Sitkagreni og sitkabastarður

Samband gróðursetningaraldurs og kolefnisforða í trjám fyrir þrjá gróskuflokka

5101520253035404550556065707580Aldur (ár)055110165220Uppsöfnuð Kolefnisbinding (t/ha)
  • SG14-19
  • SG8-11
  • SG5

Stafafura

Gróskuflokkun stafafuru byggir á gróskuflokkun sömu tegundar á Bretlandi. Neðstu gróskuflokkarnir þar heita LP4 og LP6 og við þá er síðan bætt tveimur lakari íslenskum flokkum LP0 og LP2. Taflan hér fyrir neðan sýnir yfirhæð við mismunandi aldur:

Íslenskt
heiti
Enskt
heiti
Aldur
102030405060
SF18LP6Hæsta3,28,313,116,819,822,3
Miðgildi2,97,512,015,518,320,7
Lægsta2,66,710,814,116,819,0
SF15LP4Hæsta2,66,710,814,116,819,0
Miðgildi2,25,99,812,915,417,4
Lægsta1,75,08,811,714,015,8
SF10LP2Hæsta1,75,08,811,714,015,8
Miðgildi1,13,56,48,710,511,9
Lægsta0,62,04,15,76,97,9
SF5LP0Hæsta0,62,04,15,76,97,9
Miðgildi4,6
Lægsta

Tekist hefur að búa til þrjá ferla kolefnisforða fyrir stafafuru á Íslandi og það er einn ferill fyrir gróskuflokkinn SF5, einn fyrir gróskuflokkinn SF10 og einn fyrir SF15 (sjá mynd hér fyrir neðan).

Stafafura

Samband gróðursetningaraldurs og kolefnisforða í trjám fyrir þrjá gróskuflokka

5101520253035404550556065707580Aldur (ár)03570105140Uppsöfnuð Kolefnisbinding (t/ha)
  • SF15
  • SF10
  • SF5

Rússalerki

Til er gróskuflokkun fyrir rússalerki á Íslandi. Skilgreindir hafa verið 5 gróskuflokkar sem nefndir eru RL805, RL8010, RL8015, RL8020 og RL8025. Tölurnar tákna yfirhæð við 80 ára aldur. Eins og áður eru íslensku heitin á gróskuflokkunum miðuð við yfirhæð við 50 ára aldur. Taflan hér fyrir neðan sýnir yfirhæð við mismunandi aldur:

Íslenskt
heiti
Íslenskt
nafn
Aldur
1020304050607080
RL20RL8025Hæsta
Miðgildi4,310,014,217,419,921,923,625,0
Lægsta3,99,012,815,617,919,721,222,5
RL16RL8020Hæsta3,99,012,815,617,919,721,222,5
Miðgildi3,58,011,413,915,917,518,920,0
Lægsta3,07,09,912,213,915,316,517,5
RL12RL8015Hæsta3,07,09,912,213,915,316,517,5
Miðgildi2,66,08,510,411,913,114,115,0
Lægsta2,25,07,18,79,910,911,812,5
RL8RL8010Hæsta2,25,07,18,79,910,911,812,5
Miðgildi1,74,05,77,08,08,89,410,0
Lægsta1,33,04,35,26,06,67,17,5
RL4RL805Hæsta1,33,04,35,26,06,67,17,5
Miðgildi0,92,02,83,54,04,44,75,0
Lægsta

Hér eru birtir fjórir ferlar kolefnisforða fyrir rússalerki á Íslandi, einn ferill fyrir hvern gróskuflokk að undanskildum RL20 sem kemur ekki fyrir í gróskuflokkamælingunum sem notaðar eru í greiningunni hér (Sjá mynd hér fyrir neðan).

Rússalerki

Samband gróðursetningaraldurs og kolefnisforða í trjám fyrir fjóra gróskuflokka

5101520253035404550556065707580Aldur (ár)04080120160Uppsöfnuð Kolefnisbinding (t/ha)
  • RL16
  • RL12
  • RL8
  • RL4

Ilmbjörk

Stuðst var við gróskuflokkun í náttúrulegum birkiskógi á Hallormsstað þar sem skilgreindir voru þrír flokkar I, II og III með meðalhæð við 60 ára brjósthæðaraldur 8,8 m, 6,65 m og undir 6,65 m. Samband yfirhæðar og meðalhæðar hjá ilmbjörk er að yfirhæð er 13,1 m, 9,2m og 5,8 m við 60 ára gróðursetningaraldur fyrir flokkana þrjá. Taflan hér fyrir neðan sýnir yfirhæð við mismunandi aldur:

Íslenskt
nafn
Íslenskt
heiti
Aldur
102030405060
IB12IHæsta
Miðgildi3,15,88,110,011,713,1
Lægsta2,74,96,98,59,911,1
IB8IIHæsta2,74,96,98,59,911,1
Miðgildi2,24,15,77,08,29,2
Lægsta1,73,24,55,56,57,3
IB5IIIHæsta1,73,24,55,56,57,3
Miðgildi1,32,53,54,45,15,8
Lægsta

Einungis var unnt að gera tvo ferla kolefnisforða fyrir ilmbjörk fyrir gróskuflokka I og II saman og III sem hér eru nefndir IB8 og IB5. Mælingar fyrir vaxtarmesta gróskuflokkinn I sem hér er nefndur IB12 voru einungis 8 og höfðu lítil áhrif á IB8 ferilinn (Sjá mynd hér fyrir neðan).

Ilmbjörk

Samband gróðursetningaraldurs og kolefnisforða í trjám fyrir tvo gróskuflokka

5101520253035404550556065707580Aldur (ár)020406080Uppsöfnuð Kolefnisbinding (t/ha)
  • IB8
  • IB5